Sonurinn með hjálm til að laga höfuðið

Chrissy Teigen birti þessa krúttlegu mynd af Miles litla með ...
Chrissy Teigen birti þessa krúttlegu mynd af Miles litla með hjálminn. skjáskot/Twitter

Sjö mánaða gamall sonur stjörnuhjónanna Chrissy Teigen og John Legend fékk nýlega hjálm sem á að laga höfuðlag hans. Mörg ungabörn eru með að hluta til flatt höfuð og ekki talið hættulegt en þrátt fyrir það fékk Miles litli lítinn hjálm. 

Teigen sagði fólki að líða ekki illa ef það sæi mynd af honum með hjálm. Hann yrði örugglega bara sætari þannig. Eftir hjálmamátun birti hún síðan krúttlega mynd af honum. 

Það voru þó ekki allir sem pældu í því hversu sætur Miles var og fékk Teigen sinn skerf af gagnrýndi fyrir að setja hjálm á son sinn. Hún svaraði nettröllum á Twitter og útskýrði að þau hefðu reynt ýmislegt eins og sjúkraþjálfun og myndu halda áfram að gera það. 

mbl.is