Clooney með krúttlega og töff tvíbura

Tvíburar George og Amal Clooney fæddust í júní árið 2017.
Tvíburar George og Amal Clooney fæddust í júní árið 2017. AFP

Ofurmamman og mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney sást halda á tvíburum sínum Ellu og Alexander í New York á fimmtudaginn. Clooney fór létt með að halda á báðum tvíburunum í einu sem eru þó eins og hálfs árs. 

Page Six greinir frá því Amal Clooney hafi verið að yfirgefa Four Seasons-hótel í New York þegar hún sást með krúttlegu börnin sín. Börnin voru bæði með bangsa og flott til fara eins og móðir þeirra er þekkt fyrir. Alexander var í svörtum jakka á meðan Ella var með hvíta prjónaða húfu og sjal í stíl yfir gallajakka. Bæði voru þau í gallabuxum og Adidas-strigaskóm. 

Hjónin George og Amal Clooney hafa verið dugleg að halda tvíburum sínum frá sviðsljósinu en þau urðu foreldrar í júní 2017. Amal Clooney greindi frá því í viðtali við Vogue fyrr á þessu ári að börnin væru byrjuð að segja mamma og pabbi. 

View this post on Instagram

CUTE ALERT! 🚨 The Clooney twins have taken #NYC by storm! #GeorgeClooney #AmalClooney 📷: Splash News

A post shared by Page Six (@pagesix) on Dec 6, 2018 at 9:41am PST

View this post on Instagram

😊💕#AmalClooney has her arms full with her children, Alexander and Ella, as they leave their hotel in New York. : #GeorgeClooney

A post shared by the_clooneys (@the_clooneys) on Dec 6, 2018 at 11:22am PSTmbl.is