Fegurðardrottningin á von á barni

Arna Ýr Jónsdóttir.
Arna Ýr Jónsdóttir.

Arna Ýr Jónsdóttir og Vignir Þór Bollason eiga von á barni. Þau tilkynntu það á Instagram. Arna Ýr varð þekkt á Íslandi þegar hún varð Ungfrú Ísland og Miss Universe. Hún lenti í töluverðum öldugangi og sagði í viðtali við Smartland í fyrra að þessi fegurðarsamkeppnakafli væri búinn. Nú tekur aldeilis nýr og enn þá meira spennandi kafli við og mögulega töluvert lærdómsríkari. 


„Lítið kraftaverk á leiðinni í júní, lífið er of gott við okkur,“ segir hún á Instagram. 

View this post on Instagram

One little miracle on it’s way in June, life is good to us ❤️❤️❤️

A post shared by ARNA YR (@arnayr) on Dec 8, 2018 at 9:52am PST

mbl.is