Ekkert barn fæðst með fleiri tennur

Fátítt er að börn fæðist með margar tennur.
Fátítt er að börn fæðist með margar tennur. mbl.is/Thinkstockphotos

Tanntaka barna hefst vanalega við sex til átta mánaða aldurinn. Það gerist að börn fæðast með tennur en fátítt er að tennurnar séu margar. Það gerist þó eins og fram kemur í Heimsmetabók Guinness en heimsmetið á drengur sem fæddist með 12 tennur. 

Bretinn Sean Keaney fæddist 10. apríl árið 1990 með tólf tennur og á enn metið árið 2018. Fjarlægja þurfti tennurnar til þess að koma í veg fyrir möguleg vandamál í tengslum við fæðugjöf. Tennurnar komu upp aftur þegar Keaney var 18 mánaða. 

mbl.is