Eigingjarnt fólk eignast færri börn

Angelina Jolie á sex börn.
Angelina Jolie á sex börn. AFP

Eigingjarnt fólk er ekki bara með lægri tekjur en annað fólk heldur er það einnig sagt eignast færri börn. Þetta kemur fram í rannsókn sem Science Daily greinir frá. Rannsóknin byggir á tölfræði frá bæði Bandaríkjunum og Evrópu. 

Hversu upptekið fólk var af sjálfu sér var metið út frá viðhorfi og hegðun. 

„Niðurstaðan er skýr í bæði bandarísku og evrópsku gögnunum. Óeigingjarnasta fólkið á flest börn,“ sagði vísindamaður frá Stokkhólmsháskóla og benti á að fólk sem var talið óeigingjarnt í meðallagi væri með hæstu tekjurnar. 

Í annarri rannsókn voru hugmyndir fólks um laun og barnafjölda skoðaðar og hversu vel þær stemmdu við gögnin. Í ljós kom að fólk bjóst við því að eigingjarnt fólk ætti færri börn en bjóst ekki við því að það væri líka með lægri tekjur. 

Þessi getur varla verið eigingjörn.
Þessi getur varla verið eigingjörn. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert