Lego skilar sér hratt í klósettið

Liam Neeson með stóran Lego-kall á Lego-mynd í bíó. Lego-höfuðin …
Liam Neeson með stóran Lego-kall á Lego-mynd í bíó. Lego-höfuðin sem fólkið borðaði voru ekki jafnstór og á þessari mynd. AFP

Börn eiga það til að gleypa ýmislegt, þar á meðal Lego-kubba. Það kann þó að vera óþarfi að hafa of miklar áhyggjur enda skila flestir hlutir sér aftur út. Höfuð af Lego-köllum gerðu það að minnsta kosti í lítilli rannsókn sem birt var í Journal of Paediatrics and Child Health

Algengt er að börn gleypi Lego-dót og var markmiðið að kanna hversu langan tíma það tæki fyrir slíkt dót að fara í gegnum líkama fólks. Engin börn tóku þátt í rannsókninni en það tók einn til þrjá daga fyrir dótið að skila sér í hægðir fullorðinna einstaklinga. Telja höfundar að Lego fari jafnvel hraðar í gegnum líkama barna. 

Eiga niðurstöðurnar að nýtast áhyggjufullum foreldrum sem halda að það taki lengri og þar með mögulega sársaukafyllri tíma fyrir dót að komast í gegnum líkama barna þeirra. 

Foreldrar eru ekki hvattir til þess að leita sérstaklega eftir dóti í hægðum barna sinna þar sem það getur reynst erfitt að finna það. 

Börn eiga það til að stinga upp í sig nokkrum …
Börn eiga það til að stinga upp í sig nokkrum Lego-kubbum. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert