Átta ára fékk hvatningarbréf frá Clinton

Fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandinn, Hillary Clinton.
Fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandinn, Hillary Clinton. AFP

Hillary Clinton sendi átta ára gamalli stúlku í Bandaríkjunum hvatningarbréf eftir að hún tapaði í bekkjarforsetakosningum. Sagðist hún vita of vel að það væri ekki auðvelt að bjóða sig fram í stöðu sem strákar hafa bara sóst eftir. 

Clinton tapaði sjálf í bekkjarakosningum í menntaskóla á móti strákum sem sögðu henni að hún væri heimsk að halda að stelpa gæti verið kosin forseti. 

Faðir hinnar átta ára gömlu Mörthu Kennedy Morales birti bréfið á Facebook og fékk CNN það staðfest frá talsmanni Clinton að bréfið væri frá forsetaframbjóðandanum fyrrverandi. 

„Þó ég viti að þú sért líklega vonsvikin yfir því að þú hafi ekki unnið forsetann er ég svo stolt af þér að ákveða að bjóða þig fram til að byrja með,“ skrifaði Clinton sem hvatti stúlkuna til þess að halda áfram að berjast fyrir því sem hún trúi á. „Það mikilvægasta er að þú barðist fyrir því sem þú trúðir á og það er alltaf einhvers virði.“

Stúlkan segir að Clinton hafi fyllt hana andagift og skrifaði henni til baka og þakkaði henni fyrir. Hún segist einnig íhuga að bjóða Clinton að heimsækja skólann sinn í Maryland í Bandaríkjunum. 

Foreldrar hennar voru himinlifandi með svar Clinton. Það hafi verið virkilega gott að sjá einhvern eins og fyrrverandi utanríkisráðherrann að gefa sér tíma og skrifa lítilli stelpu, en Clinton frétti af ósigrinum eftir að faðir hennar sagði frá því á Facebook. Dóttir hans tapaði með einu atkvæði en ætlar að bjóða sig fram aftur. Hún er nú varaforseti og óskaði Clinton henni til hamingju með það. 

Hillary Clinton.
Hillary Clinton. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert