Vinsælasti sæðisgjafi í heimi

Kyle Gordy birtir þessa mynd af sér á Facebook og …
Kyle Gordy birtir þessa mynd af sér á Facebook og Twitter þar sem hann upplýsir fólk um þjónustu sína. ljósmynd/Facebook

Í þættinum Sisters á Netflix er fjallað um mann sem gat 100 börn með sæði sínu á tæknifrjóvgunarstofu sinni. Kyle Gordy er á góðri leið með að ná sömu tölu en hann er aðeins 27 ára og hefur nú þegar hjálpað 18 konum að eignast börn og enn fleiri börn eru á leiðinni. Gordy er lýst sem vinsælasta sæðisgjafa í heimi í viðtali sem birtist við hann á vef Mirror. 

Gordy sem býr í Bandaríkjunum segist gefa sæði allt að fimm sinnum í mánuði og í 25 prósent tilvika stundar hann einfaldlega kynlíf með væntanlegum mæðrum. Hann er til í að ferðast vítt og breitt um heiminn til þess að gefa sæði svo lengi sem flugið er borgað fyrir hann. 

„Ef einhver í Bretlandi vill þjónustu mína mun ég ferðast með glöðu geði. Ég fer hvert sem er til þess að hjálpa konum, fyrir utan Norður-Kóreu og stríðssvæði,“ sagði Gordy í viðtalinu. 

Gordy ákvað að gefa sæði sitt eftir nokkur slæm sambönd. Segist hann hafa áttað sig á að hann væri ekki sambandstýpa en hafði þó sterka þörf til að fjölga sér. 

Mig langaði alltaf í börn en verð fljótt leiður á samböndum.“

Hann setti upp Facebook-síðu þar sem hann bauð upp á þjónustu sína og fyrsta tilraunin endaði með heilbrigðu barni. Á þessum fjórum árum hefur spurn eftir þjónustu hans bara aukist. Á Facebook-síðu hans má meðal annars sjá þegar hann fær sendar myndir af jákvæðum óléttuprófum og er greinilegt að árið hefur gengið vel hjá honum og eiga margar konur von á barni með hans erfðaefnum á næsta ári. 

„Ég er mjög, mjög vinsæll maður. 100 manns hafa samband við mig á mánuði. Ég er mjög eftirsóttur. Ég get ekki hjálpað öllum en ég gef yfirleitt tveimur til fimm manns á mánuði,“ segir Gordy um góðgerðarstarfsemi sína. 

Kúnnar hans eru á öllum aldri, sú yngsta 18 ára og sú elsta 42 ára. Hann gerði einnig dóttur konu á sextugsaldri ólétta svo hún gæti ættleitt barn. Nú ári seinna vill dóttirin sem er 29 ára eignast barn og er hann að fara hitta hana í næsta mánuði til þess að gera hana ólétta náttúrulega. 

Gordy lofar fallegu og gáfuðum börnum. Hann segist vera úr góðri fjölskyldu, foreldrar hans eru menntafólk og afi hans var háskólaprófessor og vinur Albert Einstein. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert