Heitasta nafnatískan 2019

Hvað á barnið að heita?
Hvað á barnið að heita? mbl.is/Thinkstockphotos

Erlendis er ekki bara spáð fyrir um hverskonar kjólar eða sófar verða í tísku á næsta ári heldur líka hvaða barnanöfn verða vinsæl. Mirror  greinir frá því að breska barnavefsíðan BabyCentre hafi gefið út spá um hvaða nöfn verða vinsæl hjá nýbökuðum foreldrum á næsta ári. 

Þó það séu alltaf einhverjir foreldrar sem kjósa að nefna börn sín hefðbundnum nöfnum eru alltaf fleiri sem hugsa út fyrir kassann og vilja ekki að börnin sín heiti það sama og verðandi bekkjarfélagar þeirra. 

Fólk er sagt sækja mikinn innblástur í sjónvarpsþætti. Aukning hefur verið á Hvolpasveitanöfnunum Ryder, Chase, Marshal og Rocky. Kannski Píla, Köggur, Bessi, Rikki eða Kappi gætu því komið sterk inn á Íslandi. 

Breski spennuþátturinn Bodyguard er nefndur sem líklegur til þess að hafa áhrif á fólk þegar kemur að nafnavali en BBC-þátturinn er einn sá vinsælt á Netflix. David og Julia koma því sterk inn á nýju ári sem og nöfn úr lokaþáttaröðinni af Game of Thrones sem fer í loftið í apríl á næsta ári. 

Hinrika, Andri og Ásgeir úr Ófærð fá kannski þá nýja nafna og nöfnur á næsta ári miðað við þessa kenningu. 

Í Bretlandi er einnig vinsælt að nefna börn sín eftir fjarlægum stöðum eins og Kaíró, Dallas, Ísrael og Indland. 

Mörg börn munu fá nöfn á næsta ári.
Mörg börn munu fá nöfn á næsta ári. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert