Þetta ættu allir foreldrar að vita

Tíminn líður hratt. Æskan kemur ekki aftur og því mikilvægt …
Tíminn líður hratt. Æskan kemur ekki aftur og því mikilvægt að minna foreldra á að njóta ferðalagsins með fjölskyldunni. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Það getur reynt á taugarnar að vera foreldri. Flestir foreldrar eru að gera sitt allra besta, en stundum líður þeim eins og þeirra besta sé ekki nóg. Tímaritið Holistic Parenting er með kærleiksríka nálgun á foreldrahlutverkið. Það beinir sjónum sínum að því sem máli skiptir í lífinu. 

Hér verða nokkrar áhugaverðar lífsreglur skoðaðar í þeirra anda tímaritsins. 

Þegar á móti blæs

Í Japan er hefð fyrir því að gylla sprungur í postulíni þegar það springur. Þessi hefð minnir okkur á að það sem ekki brýtur okkur gerir okkur sterka. Það sem við höfum gengið í gegnum, gerir okkur að því sem við erum. Erfiðleikarnir sem við höfum sigrast á geta verið eins og gull í okkar lífssögu. Það er gott að hafa í huga á meðan maður fer í gegnum stærsta hjallann. 

Drengir mega leika með dúkkur

Við sem samfélag eigum ekki að draga úr að drengir leiki sér með dúkkur. Þeir eru með þörf fyrir að hugsa um aðra þegar þeir leika sér eins og stúlkur. Enda þurfum við að muna að seinna í lífinu munu þessir piltar vaxa úr grasi og verða feður, bræður, vinir, frændur og fleira í þeim dúrnum. 

Foreldrar skipta máli

Það hvernig foreldrar koma fram við sig, börnin sín og aðra segir meira en mörg orð. Börn læra það sem fyrir þeim er haft og oft horfa þau meira á hvað foreldrar þeirra gera heldur en hlusta á hvað þeir segja. 

Megi falleg og kærleiksrík hegðun byrja með foreldrum barna. 

Elskaðu mig mest

Margir muna eftir orðatiltækinu: Elskaðu mig mest þegar ég á það síst skilið, þá þarf ég það mest. Börn eru ekki sérfræðingar í tilfinningum. Þegar þeim líður illa, skeyta þau skapi sínu oft á þeim sem þeir treysta fyrir því. Stundum getur það verið með því að segja hluti sem eru ósanngjarnir, eða með því að láta öllum illum látum. Það er gott að hafa í huga þegar maður tekur ákvörðun um að stíga inn í kærleika og vera til staðar fyrir barnið. 

Lífið á að vera skemmtilegt

Eitt af því sem skiptir miklu máli í lífinu er að það sé skemmtilegt. Það sem hægt er að læra af simpansa öpum er  hversu gaman það er að ala upp afkvæmi sín. Hver dagur er fullur af sprenghlægilegum augnablikum.  

Gleymum ekki að krydda daginn með smávegis húmor. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert