Styður við fátæk börn á Indlandi

Eva Longoria er nýbökuð móðir sem vinnur fyrir börn víðs …
Eva Longoria er nýbökuð móðir sem vinnur fyrir börn víðs vegar í heiminum. Hér er hún í Indlandi með litla stúlku á vegum Harmony House India. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Eva Longoria fór með Santiago son sinn sem verður 6 mánaða um þessar mundir til Indlands að sinna samfélagslegu verkefni sem er henni hugleikið og tengist Harmony House India.

Harmony House India eru hjálparsamtök sem aðstoða fátæk börn og mæður þeirra í neyð í fátækrahverfinu rétt fyrir utan Dehli.

Fyrir þá sem vilja leggja sitt af mörkum er hægt að veita einu barni þrjár næringaríkar máltíðir, húsaskjól, fatnað og grunnmenntun einn dag fyrir þrjá bandaríska dollara.

Longoria vakti máls á þessu á samfélagsmiðlum. Hún hefur verið dugleg að sinna samfélagslegum verkefnum að undanförnu. Longoria er jafnframt farin að leika á ný og virðist í skýjunum með son sinn, fjölskylduna og lífið almennt.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert