Sögð eiga von á fjórða barninu

Kanye West og Kim Kardashian eiga þrjú börn fyrir.
Kanye West og Kim Kardashian eiga þrjú börn fyrir. AFP

Hjónin Kanye West og Kim Kardashian eru sögð eiga von á fjórða barninu. Þetta staðfestir People. Kardashian er ekki ólétt þar sem staðgöngumóðir gengur með barnið. 

Fyrir eiga hjónin hina 11 mánaða gömlu Chicago, Saint sem er þriggja ára og North sem er fimm ára. 

Raunveruleikastjarnan gekk með fyrstu tvö börn þeirra hjóna en hún gat ekki gengið með fleiri börn. Hjónin fengu því staðgöngumóður til að ganga með þriðja barnið og greinilega fjórða barnið líka. 

View this post on Instagram

Merry Christmas 🎄

A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Dec 26, 2018 at 3:14pm PST




mbl.is