Sverrir Ingi og Hrefna eiga von á barni

Á nýársdag tilkynnti samkvæmisdansarinn Hrefna Dís Halldórsdóttir að hún og Sverrir Ingi Ingason, atvinnumaður í knattspyrnu, ættu von á erfingja í júní. Greindi hún frá gleðifréttunum á Instagram

Bjóðum 2019 innilega velkomið! Þessi tvö ætla síðan ađ skella sér í ný hlutverk og verða foreldrar í júní,“ skrifaði Hrefna og birti mynd af sér og Sverri í sundlaug þar sem glitti í litla óléttukúlu. 

Hrefna og Sverrir Ingi búa í Rússlandi þar sem landsliðsmaðurinn leikur með Íslendingaliðinu Rostov. 

mbl.is