Alfreð Finnbogason orðinn pabbi á ný

Alfreð Finnbogason fagnar marki með Augsburg fyrr á leiktíðinni.
Alfreð Finnbogason fagnar marki með Augsburg fyrr á leiktíðinni. mbl.is/AFP

Íslenski landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason og kona hans, Fríða Rún Einarsdóttir, hafa eignast sitt annað barn. Þau eiga fyrir dótturina Viktoríu sem fædd er 2017. 

Hann spilar með liðinu Augsburg í Þýskalandi þar sem fjölskyldan býr, en hann er aðalmarkaskorari liðsins og var markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins 2018. Fríða Rún er fyrrverandi fimleikastjarna. 

Börn á mbl.is óska parinu hjartanlega til hamingju með fjölgunina. 

Fríða Rún Einarsdóttir á æfingu í Laugardalshöll árið 2014.
Fríða Rún Einarsdóttir á æfingu í Laugardalshöll árið 2014. mbl.is/Ómar Óskarsson
Fríða Rún Einarsdóttir, Alfreð Finnbogason og Rúrík Gíslason á leið ...
Fríða Rún Einarsdóttir, Alfreð Finnbogason og Rúrík Gíslason á leið í brúðkaup Arons Einars Gunnarssonar og Kristbjargar Jónasdóttur. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is