Hailie dóttir Eminem alveg eins og pabbinn

Hailie Scott, dóttir söngvarans Eminem, lítur út alveg eins og ...
Hailie Scott, dóttir söngvarans Eminem, lítur út alveg eins og pabbi hennar. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Þeir sem hlustuðu á Eminem á tíunda áratugnum vita án efa allt um Hailie, stúlkuna sem átti huga og hjarta föður síns öll uppvaxtarárin sín. Nú er hún orðin rúmleg tvítug ung kona og lítur út alveg eins og pabbi hennar ef marka má erlenda fjölmiðla. 

Hailie Scott er orðin áhrifavaldur á samfélagsmiðlum með yfir eina milljón fylgjenda á Instagram. 

Samkvæmt E News er ekki mikið vitað um Scott nema hvað að hún er orðin 23 ára gömul og með háskólagráðu í sálfræði. Hún er hundavinur og leggur mikið upp úr því að vera í góðu formi. Hún nýtur þess að ferðast og fara á tónleika með pabba sínum.

Scott er elsta dóttir söngvarans. Glöggir aðdáendur Eminem muna að hann átti stúlkuna með fyrrverandi eiginkonu sinni Kim Mathers.

Eminem og Kim Mathers hittust þegar þau voru unglingar og áttu í stormasömu sambandi í ein 16 ár. 

View this post on Instagram

happy early birthday to me

A post shared by Hailie Scott (@hailiescott1) on Dec 22, 2017 at 7:52pm PST

View this post on Instagram

You're going to want to tune into @bet tonight. #HipHopAwards 8pm ET

A post shared by Marshall Mathers (@eminem) on Oct 10, 2017 at 3:58pm PDT

mbl.is