Jennifer Lopez gefur dætrunum ráð

Emme dóttir Jennifer Lopez ásamt Natasha og Ellu sem eru ...
Emme dóttir Jennifer Lopez ásamt Natasha og Ellu sem eru dætur Alex Rodriguez syngja fallega saman. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Jennifer Lopez birti nýverið myndband á samfélagsmiðlum af dóttur sinni Emme að syngja ásamt dætrum Alex Rodriguez, þeim Natasha og Ellu. Stúlkurnar eru greinilega miklir listamenn. Natasha sem er 14 ára spilar og syngur á ukalele á meðan Emme og Ella sem báðar eru tíu ára syngja fallega undir. 

Lopez er greinilega að þjálfa stelpurnar, þar sem hún segir þeim að anda inn á milli í söngnum. Lagið sem þær taka er  „Cant Help Falling in Love“ með Elvis Presley. 

Emme var nýlega í tónlistarmyndbandi móður sinnar.

Fjölskyldan átti góð jól saman. Lopez og Rodriguez voru í samstæðum náttfötum á jóladagsmorgun þegar þau opnuðu gjafirnar saman. 

View this post on Instagram

Just a lil’ ukelele by the fire 🔥 #beauties #allihave

A post shared by Jennifer Lopez (@jlo) on Dec 27, 2018 at 8:17pm PST

View this post on Instagram

Christmas 2018 #gratitude #peace #love #joy WISHING YOU ALL THE MERRIEST CHRISTMAS EVER. Love you 😘

A post shared by Jennifer Lopez (@jlo) on Dec 25, 2018 at 4:00pm PSTmbl.is