Er fjölskyldan tifandi tímasprengja?

Meghan hertogaynja af Sussex og Harry prins.
Meghan hertogaynja af Sussex og Harry prins. mbl.is/AFP

Ef þú heldur að þín fjölskylda sé erfið ættir þú að hugsa þig tvisvar um og fræðast um það sem er að gerast hjá bresku konungsfjölskyldunni um þessar mundir. Meghan Markle hertogaynja af Sussex virðist vera í stökustu vandræðum með föður sinn og systkin. Vanity Fair rekur áfallasögu fjölskyldu Markle í smáatriðum og segir mynstrið sem fjölskyldan er í dæmigert fyrir fjölskyldu með slíka sögu. 

Það hvernig Markle hefur sett fókusinn á sig að undanförnu og haldið föður sínum frá sér virðist ekki virka sem skyldi. Faðir hennar kemur reglulega fram í fjölmiðlum og missir vanalega eitthvað skaðlegt um dóttur sína út úr sér. 

Hvernig svo sem þetta ævintýri endar er eitt víst að breska konungsfjölskyldan fær góða æfingu í því að takast á við erfið fjölskyldumál. Heimsbyggðin mun án efa fylgjast spennt með hvernig unnið verður úr málunum. Thomas Markle sagði á dögunum að hann væri hættur að skilja hegðun dóttur sinnar. Huffington Post fjallar um málið og þá staðhæfingu hans að hún sé stjórnsöm og hafi alltaf verið það í grunninn. 

Samkvæmt Vanity Fair er aðalhindrunin í að leysa málin menningarmunur Bretlands og Bandaríkjanna. Í Bretlandi er persóna mikið til sú stétt sem hún er fædd inn í. Þar ríkir ákveðið íhald og formfesta. Í Bandaríkjunum er hins vegar fortíðin engin ávísun á framtíðina. Bandaríkin eru land tækifæranna, þar sem hver og einn getur fundið sína gæfu. 

Það verður spennandi að fylgjast með þessu ævintýri sem sumir eru á að sé eins og tifandi tímasprengja í höndunum á konungsfólkinu góða. 

Meghan Markle virðist föst í dramatísku fjölskyldumynstri, þar sem enginn …
Meghan Markle virðist föst í dramatísku fjölskyldumynstri, þar sem enginn er að fara að vinna, heldur allir virðast tapa. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert