Hvað segir kúlan um kynið?

Gengur Meghan með dreng undir belti?
Gengur Meghan með dreng undir belti? AFP

Það styttist í að hertogahjónin Harry og Meghan eignist sitt fyrsta barn. Ekki hefur verið gefið upp hvort um strák eða stelpu sé að ræða en fólk er byrjað að giska. Samkvæmt gömlum þjóðsögum á að vera hægt að greina kynið út frá lögun kúlunnar. 

Bresk ljósmóðir sem er búin að horfa vel á kúlu Meghan telur eins og kemur fram á vef Express að fyrsta barn hjónanna verði strákur. Byggir hún kenningu sína á því að óléttar konur með óléttukúlur sem sitja frekar hátt og standa út eigi von á strákum. Konur sem ganga hins vegar með stelpur eiga aftur á móti að vera með kúlur sem eru bæði breiðar og liggja neðarlega sem og þær eru sagðar bæta meira á sig á magasvæðinu. 

Þetta eru auvðitað bara gamlar kenningar og lítið að marka þær. Á vefnum The Bump má finna útskýringar á lögun óléttukúla. Líkamsbygging kvenna er sögð geta haft áhrif á þær en hávaxnar konur eru sagðar hafa meira pláss fyrir kúluna. Einnig eru konur með sterka magavöðva sem eiga von á sínu fyrsta barni sagðar líklegri til að vera með kúlu sem situr hátt og stendur út. Óléttukúlur kvenna sem hafa áður gengið með barn eru síðan sagðar líklegar til sitja neðar og fyrr sjáist á þeim. 

Meghan og Harry eiga von á sínu fyrsta barni í ...
Meghan og Harry eiga von á sínu fyrsta barni í vor. AFP
mbl.is