„Hann var algjört skrímsli“

Tónlistarmaðurinn R. Kelly árið 2013.
Tónlistarmaðurinn R. Kelly árið 2013. AFP

Buku Abi, dóttir tónllistamannsins R. Kelly, hefur látið hafa eftir sér að hún sé sammála því að faðir hennar sé algjört skrímsli. Hún talar frá hjartanu á Instagram Story þar sem hún segir:

„Ég vil að þið vitið að þögn mín tengd þessu máli er ekki vegna þess að mér er sama. Heldur út af því að mér hefur liðið illa yfir þessu máli.“

Fleiri hafa stigið fram á þessu ári og sakað söngvarann um misnotkun og kynferðislega áreitni. Listafólk á borð við Lady Gaga og John Legend hafa jafnframt stigið fram og beðist afsökunar á að hafa starfað með honum.  

Í vikunni komu fram tilkynningar frá yfirvöldum í Bandaríkjunum um að hann sæti rannsókn vegna kynferðislegrar misnotkunar og ofbeldis.

Buku Abi segir í tilkynningu sinni að hvorki móðir hennar né systkin hafi talað við hann í mörg ár. Það að ræða hann ekki opinberlega hafi hjálpað henni að róa hugann gagnvart málunum. 

„Ég þekki þetta skrímsli sem þið eruð að bera upp á mig að sé faðir minn. Ég veit mjög vel hver hann er. Enda ólst ég upp í sama húsi og hann.“

View this post on Instagram

🤞🏾

A post shared by Buku Abi (@bu.k.u) on Nov 23, 2018 at 1:37pm PST

View this post on Instagram

Have a dope Sunday!! All positive vibes today! Love y’all!

A post shared by R Kelly (@rkelly) on Sep 16, 2018 at 12:03pm PDT



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert