Ráð dagsins frá Marie Kondo

Marie Kondo hefur unnið sig inn í hjörtu fólks víðs …
Marie Kondo hefur unnið sig inn í hjörtu fólks víðs vegar um heiminn. Hún hefur skrifað bækur og er með þætti á Netflix þar sem hún kennir KonMari-aðferðina. Ljósmynd/AFP

Marie Kondo er frá Japan og hefur þróað KonMari-leiðina að betra lífi. Kondo er leiðandi út um allan heim með þessa aðferð sem er að vinna sig inn í hjörtu fólks sem hefur fundið til vanmáttar gagnvart því að hafa fallegt, hreint og skipulagt í kringum sig. 

Fjölskyldur víða um heiminn taka hugmyndum hennar fagnandi.

Samkvæmt KonMari-aðferðinni ætti hver og einn í upphafi ferðalagsins að setjast niður og sjá fyrir sér lífið sem þá langar að lifa. 

Best er að hafa litla stílabók að skrifa í og setja þau orð sem koma upp í hugann í bókina. Orð eins og ró, friður, tónlist, gleði og fleira í þeim dúrnum koma oft upp hjá þeim sem Kondo aðstoðar.

KonMari er í herferð sem miðast að því að fá fólk til að horfa öðrum augum á umhverfið. Markmið hennar er að koma reglu og ró á heiminn. Hún gerir það með því að fá fólk til að skilja að við þurfum ekki að eiga allt til að vera hamingjusöm. Heldur þurfum við að vita hvað við viljum, við þurfum að sjá fyrir okkur lífið sem við viljum lifa og hafa hluti í kringum okkur sem þjóna ákveðnum tilgangi. 

Ráð dagsins frá Marie Kondo

Taktu þér stund ein/einn. Hugleiddu hvernig lífi þú vilt lifa. Án allra hindrana, hvað fær hjarta þitt til að verða hamingjusamt?

Skrifaðu síðan niður í fallega bók þau orð sem koma upp í huga þinn í þessari hugleiðslu.

Eigið góða dag. 

Til að verða hluti af hreyfingunni má lesa meira hér






mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert