Verðum við ekki að leyfa börnum að prófa?

Ef börn fá tíma til að fara í flæði geta …
Ef börn fá tíma til að fara í flæði geta þau búið til nánast hvað sem er úr kössum og öðrum einföldum efniviði. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Margir eru á því að foreldrar séu á villigötum í dag þegar kemur að leik á heimilinu. Tölvur og tæknidót er að fylla húsrými fólks í dag og það að fá að leika sér með ímyndunaraflið er á undanhaldi.

Þeir sem aðhyllast það að leyfa börnunum að leika í flæði eru á því að best sé að hafa kassa og annað efni sem hægt er að búa til eitthvað úr til staðar fyrir börnin. Þau þurfa tíma og næði til að fara af stað. 

Að leika eða vinna í flæði er einstaklega gott fyrir bæði börn og fullorðna. Þau gleyma stund og stað og það eflir þau í því að vera skapandi. 

Sum börn leika við dótið sitt í flæði. Það er gott að hafa það hugfast að slíkt er jákvætt fyrir þroska barnsins samkvæmt sérfræðingum víða um heiminn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert