Sögur sem róa fyrir svefninn

Að heila í gegnum sögur er vinsælt um þessar mundir.
Að heila í gegnum sögur er vinsælt um þessar mundir. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Börn læra í gegnum sögur. Þegar foreldrar segja börnum sínum sögur, þá myndast nánd og traust þeirra á milli. Í dag er mikið rætt um það hvernig sögur heila. Þær heila samskipti en geta einnig heilað tilfinningar. Sama hvað gerist hjá börnum í dag, geta foreldrar alltaf fundið leið til að segja þeim sögur, um eitthvað svipað sem gerðist hér áður, eða fyrir einhvern annan. Hvernig mistök geta verið blessun til að læra af. Hvernig sigur getur verið tilefni til að fagna, hjá barninu sjálfu eða með öðrum. 

Hér koma nokkur atriði sem gott er að hafa í huga fyrir góðar sögur.

Í upphafi er gott að byrja á því að lesa upp úr barnabók. Foreldrar geta þá æft sig í að setja áherslur á mismunandi orð. Leikið eftir persónur bókarinnar og þannig fundið út hvað vekur áhuga, gleði og ánægju hjá barninu.

Þegar foreldrar hafa æft sig í þessu geta þeir tekið upp á því að taka venjulega hluti sem gerast yfir daginn og búa til sögur í kringum þá atburði.

Með því að búa til sögur í kringum hlutina gefa foreldrar þau skilaboð til barna sinna að þau séu þess virði að búin sé til saga, bara fyrir þau. 

Það sem er áhugavert að gera fyrir börn áður en þau sofna er að tala um hluti sem hafa gerst yfir daginn, en setja síðan atburðinn í ævintýralegt form. Sem dæmi þá er gaman að fara í ferðalög á fjarlægar slóðir, þar sem heitt er í veðri og allir eru klæddir á ákveðinn hátt. Þá má krydda sögurnar með lýsingu á vatni, strönd og ferðalögum sem dæmi á báti. 

Börn elska dýr og veröld sem enginn annar skilur eða veit um. Með því að heyra rödd foreldra sinna tala blíðlega inn í svefn þeirra myndast ró og friður á hugann. Það virkar fátt eins vel á huga barna og sögur sem bera með sér ró, frið og kærleika. 

Það hvernig foreldrar tala við börnin sín verður þeirra innri rödd. 

Með því að lauma inn í sögurnar skilaboðum um að barnið sé nóg, það sé elskað fyrir hvað það er en ekki fyrir hvað það gerir. Að það sé öruggt og það megi vera hluti af tilverunni, prófa sig áfram, finna og skoða – getur haft áhrif á andlega líðan barnsins mörgum dögum seinna. 

Foreldrar þekkja vanalega börnin sín best. Innra með þeim er viska um hvað börn þeirra þurfa að heyra. 

Gangi ykkur vel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert