Ólétt af fjórtánda barninu á tíu árum

Sumar fjölskyldur eru stærri en aðrar.
Sumar fjölskyldur eru stærri en aðrar. mbl.is/Thinkstockphotos

Hin bandaríska Patty Hernandez og eiginmaður hennar Carlos Hernandes eiga von á sínu fjórtánda barni í maí. Barnafjöldinn er sérstaklega óvenjulegur í ljósi þess að Patty eignaðist fyrsta barn þeirra hjóna árið 2008 en þau hafa þrisvar sinnum eignast tvíbura. 

Í viðtali sem birtist á vef Daily Mail segist hin 35 ára gamla Patty ekki vera hætt að eiga börn þótt óhemjumikill tími og kostnaður fari í uppeldið á börnunum sem eru tíu ára og yngri. 

Hernandez-hjónin eiga von á stúlku í maí en hún mun fá nafn sem byrjar á C enda byrja nöfn hinna 13 barnanna á C. Börnin eru öll nefnd eftir föður þeirra, Carlos. Elstur er Carlos yngri 10 ára þar á eftir kemur Christopher níu ára svo Carla átta ára, Caitlyn átta ára, Cristian sjö ára, Celeste sex ára, Cristina fimm ára, Calvin fjögurra ára, Catherine fjögurra ára, Carol næstum því þriggja, Caleb 18 mánaða, Caroline 18 mánaða og Camilla sjö mánaða. 

„Ég elska að vera ólétt og ala upp börn, svo ég væri glöð með að eignast fleiri,“ segir Patty sem hefur ekkert á móti því að eiga fleiri tvíbura eða jafnvel þríbura. 

„Það kæmi á óvart ef ég eignaðist aftur tvíbura í næstu óléttu, læknarnir trúa ekki að ég eigi þrenna. Það er afar sjaldgæft,“ segir Patty en öll börnin komu náttúrulega undir. 

Það er nóg að gera á stóru heimili og segist Patty þvo að minnsta kosti fjórum sinnum í viku sem þýðir að hún brýtur saman þvott í að minnsta kosti fimm klukkutíma annan hvern dag. Börnin hjálpa til eins og þau geta en þar sem þau eru ekki það gömul sér Patty aðallega um að elda sjálf. Hún fer ekki mikið út þar sem hún þarf að sjá um öll börnin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert