Áhugaverð uppeldisaðferð Matthew McConaughey

Matthew McConaughey.
Matthew McConaughey. AFP

Leikarinn Matthew McConaughey ræddi uppeldi barna sinna í spjallþætti Ellen DeGeneres í vikunni. McConaughey á þrjú börn með eiginkonu sinni, Levi, Vida og Livingston. Hann segir þann yngsta, Livingston, sem er sex ára, vera nokkuð erfiðan viðureignar stundum. 

„Hann vill stundum ekki nota orðin sín nógu vel til að við skiljum hann. Hann fær það kannski frá mér, stundum. Ég er hrifinn af því að glíma og við eigum mottu til að glíma á. Þegar þú kemur inn fyrir dyrnar þá er glímumottan þarna og ef einhver vill keppast um eitthvað en vill ekki tala um það, þá förum við á mottuna.“

Ellen var hissa að hann skyldi glíma við sex ára gamlan son sinn, en McConaughey sagðist vera sá sem endaði með marbletti eftir glímuna. 

mbl.is