Hætt að drekka vegna sonarins

Leikkonan Anne Hathaway einum mánuði eftir að hún tók ákvörðunina …
Leikkonan Anne Hathaway einum mánuði eftir að hún tók ákvörðunina um að hætta að drekka næstu átján árin. mbl.is/AFP

Leikkonan Anne Hathaway greindi frá því nýverið í spjallþætti Ellen DeGeneres að hún væri hætt að drekka áfengi. Bindindið byrjaði í október síðastliðnum og á að standa yfir næstu átján árin.

Ástæðuna má rekja til nokkurra atvika en þó aðallega til þeirrar staðreyndar að leikkonan er á því að hún fari ekki nógu vel með vín. Hún á tveggja ára gamlan son sem hana langar til að alist upp á heimili þar sem hún drekkur ekki áfengi. 

„Ég fór með son minn í skólann einn daginn og var að keyra sjálf. En ég var timbruð eftir drykkju kvöldið áður og var með þessa stöðugu hugsun að ég væri betra en þetta. Að keyra þunn er ekki í boði fyrir mig eða son minn.“

Hathaway er gift leikaranum Adam Shulman. Þau eiga einn son saman. Jonathan sem er fæddur árið 2016.
mbl.is