Fyndinn læknir sem nær foreldrahlutverkinu vel

Upplifun foreldra er víða sú sama. Læknirinn Grace Farris ákvað …
Upplifun foreldra er víða sú sama. Læknirinn Grace Farris ákvað að teikna upp hvað gerist yfir daginn, til að tengja við aðra foreldra í New York.

Læknirinn Grace Farris hefur búið til Instagram-síðu til að tengja við aðra foreldra í New York. Hún gerir góðlátlegt grín að sér og börnunum sínum með teiknuðum myndum sem hún segir fanga betur það sem hefur gerst um daginn en ljósmyndir. 

Huffington Post og fleiri fjölmiðlar hafa verið að fjalla um lækninn sem er stjórnandi á spítala í New York.

„Þegar börnin mín tvö eru komin upp í rúm biðja þau mig vanalega um vatn. Þá fara þau aftur upp í rúm og halda áfram að kalla á mig. Seinna þegar þau eru sofnuð tek ég vanalega hálftíma á dag í að hugleiða hvað hefur gerst yfir daginn og teikna það upp. Ein ástæða þess að ég ákvað að teikna það sem hefur gerst yfir daginn er sú að mér fannst þær myndir sem ég var að taka, ekki útskýra nógu vel það sem bjó að baki. Eins langaði mig að muna allt það skemmtilega og áhugaverða sem hafði gerst yfir daginn.“

Hún er ánægð að geta glatt aðra foreldra í New York með myndum sínum. Þannig tengir hún við og kynnist öðrum foreldrum á svæðinu. 

Hún gerir góðlátlegt grín að nýja Marie Kondo-æðinu sem fer um allt þessa dagana. Hvernig börn hennar langar vanalega að tala meira um nammi en tilfinningar og svo planar hún helgarnar með stigatöflu.View this post on Instagram

Too grinchy? . . . #holidaystyle #dailycomic #dailycomics #christmasjokes #momjokes

A post shared by Grace Farris, MD (@coupdegracefarris) on Dec 21, 2018 at 6:13pm PST
mbl.is