Fimmtug og tók sér ekkert fæðingarorlof

Lögfræðingurinn tekur barnið stundum með sér í vinnuna.
Lögfræðingurinn tekur barnið stundum með sér í vinnuna. mbl.is/Thinkstockphotos

Skilnaðarlögfræðingurinn Ayesha Vardag eignaðist sitt fjórða barn í fyrra fimmtug að aldri. Vardag tók sér þó ekkert fæðingarorlof eins og hún greindi frá í viðtali við Daily Mail

Sögur af feðrum sem taka ekki fæðingarorlof vegna vinnu heyrast oft en sögur af konum sem sleppa því heyrast sjaldnar. Vardag neyðist ekki til að sleppa fæðingarorlofi vegna peninga enda sögð einn eftirsóttasti skilnaðarlögfræðingur Bretlands. 

„Ég ætla ekki að fara í neitt orlof,“ sagði hún í viðtali við The Times þegar hún var komin átta mánuði á leið. „Ég mun bara halda áfram en á sveigjanlegan hátt, sem er eins og ég held að fólk ætti að nálgast heiminn nú á dögum.“

„Ég var í fimm vikur með son minn Jasper, ég var aðeins í þrjár vikur með Helenu dóttur mína og í þetta skiptið tók ég ekkert,“ sagði hún í viðtali við Daily Mail. 

Vardag vinnur fyrir sig og á lögfræðistofuna sjálf svo hún á auðveldara með að stjórna tíma sínum en margir aðrir. Segist hún geta farið á fundi með son sinn. „Fyrstu mánuðina fór ég út og gaf honum eða lét koma með hann og gaf honum,“ sagði hún um brjóstagjöfina. 

Vegna þess hversu sveigjanleg vinnan er segir hún að starfsmenn hennar séu einnig ánægðir með að koma einn eða fleiri daga í viku aðeins nokkrum mánuðum eftir barnsburð. 

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert