Sniðug afþreying fyrir fjölskylduna núna

Á Vetrarhátíð á föstudagskvöldið verður safnanótt, þar sem bókasöfn borgarinnar …
Á Vetrarhátíð á föstudagskvöldið verður safnanótt, þar sem bókasöfn borgarinnar og víðar verða opin fram á kvöld. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Margir foreldrar eru að velta fyrir sér hvað sé skemmtilegt að gera með börnunum þessa vikuna. Enda eru flestir sammála því að gæðastundir með börnunum sé eitthvað sem foreldrar sjái ekki eftir í framtíðinni. 

Barnavefur mbl.is mælir með eftirfarandi atburðum. Það verður margt áhugavert að gerast á m.a. Vetrarhátíð sem höfðar að stórum hluta til barnanna í borginni. 

Í kvikmyndahúsum:

Kvikmyndin Instant Family

Instant Family er sýnd í Sambíóunum þessa vikuna. Hún fjallar um barnlaus hjón, þau Pete og Ellie, sem sjá auglýsingu frá ættleiðingastofnun og ákveða í kjölfarið að skoða þann möguleika að ættleiða barn í stað þess að eignast eitt sjálf.

Sú ákvörðun vindur síðan upp á sig þegar „skoðunarferðin“ leiðir til þess að þau verða foreldrar þriggja systkina sem eiga erfiða reynslu að baki. Nú þurfa þau að standa sig í foreldrahlutverkinu!

Frábær fjölskyldumynd bönnuð börnum yngri en níu ára. 

Á Vetrarhátíð:

Draugaganga fyrir börn

Á safnanótt föstudaginn 8. febrúar verða farnar tvær hrollvekjandi draugagöngur fyrir börn um myrkvað Árbæjarsafn sem fá hárin til að rísa!

Athugið að vegna vinsælda er skráningar þörf og ekki komast fleiri en 20 manns með í hverja göngu. Skráningu skal senda á netfangið leidsogumenn@reykjavik.is. Göngurnar verða klukkan 19:00 og 19:30.

Ókeypis aðgangur. Fyrstir koma fyrstir fá! Sjá viðburðinn hér

Bingó á safnakvöldi á Seltjarnarnesi

Á Safnanótt, föstudaginn 8. febrúar, verður metnaðarfull dagskrá á bókasafninu fram eftir kvöldi. Klukkan 17:15 mætir Vísinda-Villi og gerir tilraunir úr bókunum sínum og spjallar við krakkana um vísindi og mikilvægi þess að vera forvitin. Síðan tekur við vísindaföndur með Ásdísi Kalman myndlistarkonu og kennara. Bingóið sjálft hefst klukkan 18:30, aftur klukkan 19:30 og síðan klukkan 20:30.  Sjá nánar um viðburðinn hér.

„A reversal of fortune“, danshópurinn Forward Dance í Hafnarhúsinu
Á safnanótt, föstudagskvöldið 8. febrúar klukkan 21.30-22.00 í Hafnarhúsinu, verður sýnt dansverkið „A reversal of fortune“. 16 dansarar úr danshópnum Forward with Dance koma fram. Í þessu verki er Sandrine Cassini að rannsaka mismunandi líkamleika klassískrar balletttækni, reynir á útfrágengnar hugmyndir um hreyfingu og líkama þessa dansstíls.

Sandrine Cassini er ballettdansari og kennari sem hefur unnið um allan heim. Hún hefur verið danshöfundur í 4 ár fyrir „Alonzo King Lines Ballet training“, BFA og með sumarnámskeið.

Forward er danshópur fyrir ungt fólk í umsjón Dansgarðsins. Sjá meira um viðburðinn hér.

Herra Davíð B. Tencer á Þjóðminjasafni Íslands

Í Þjóðminjasafni Íslands 8. febrúar klukkan 18:00 - 18:45 ætlar Davíð B. Tencer Reykjavíkurbiskup kaþólsku kirkjunnar að vera með fjölskylduleiðsögn um safnið. 

Davíð Tencer segir skemmtilega frá ýmsum gripum sem sjá má á Þjóðminjasafninu og sem tengjast siðum og athöfnum kaþólsku kirkjunnar.

Davíð biskup kom til Íslands árið 2004 og hefur starfað í Maríusókn í Breiðholti og í sókn heilags Þorláks á Reyðarfirði. Leiðsögnin er öllum opin og fyrir fjölskyldur. Sjá nánar um viðburðinn hér.

Op-Art og Þingvalla-mósaíksmiðja Kjarvalstöðum

Skemmtileg listasmiðja fyrir alla fjölskylduna í Hugmyndasmiðjunni á Kjarvalsstöðum þar sem unnið verður sameiginlegt mósaíkverk í anda meistara Kjarvals og Op list í anda Eyborgar Guðmundsdóttur. Sýning Eyborgar Guðmundsdóttur opnar þetta sama kvöld 8. febrúar næstkomandi frá klukkan 19:00 - 21:00. Sjá nánar hér.

Sundlauganótt á Vetrarhátíð

Sundlauganótt verður haldin laugardaginn 9. febrúar. Öll sveitafélögin á höfuðborgarsvæðinu taka þátt og verða alls tólf sundlaugar opnar frá kl. 17:00-22:00 og er aðgangur ókeypis. Uppákomur verða af margvíslegum toga og munu gestir fá að upplifa einstaka og óvenjulega kvöldstund í mögnuðu myrkri. Ljós, myrkur og gleði verða allsráðandi, þar sem gestir eru hvattir til að slaka á og njóta stundarinnar.
Þessar laugar taka þátt í Sundlauganótt:
Laugardalslaug
Vesturbæjarlaug
Sundhöll Reykjavíkur
Breiðholtslaug
Klébergslaug
Grafarvogslaug
Árbæjarlaug
Salalaug
Lágafellslaug
Seltjarnarneslaug
Ásgarðslaug
Ásvallalaug


Nánar á vetrarhatid.is

Það verður ýmislegt spennandi hægt að gera með börnunum þessa …
Það verður ýmislegt spennandi hægt að gera með börnunum þessa vikuna. Ljósmynd/Thinkstockphotos

 

Þessar hugmyndir eru einungis brot af þeirri áhugaverðu dagskrá sem er í boði þessa vikuna fyrir börnin.  Þeir sem hafa áhuga á að koma áhugaverðum viðburðum fyrir börn á framfæri eru beðnir um að senda upplýsingar á blaðamann greinarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert