Fyrstu mánuðirnir sem móðir í móðu

Cardi B eignaðist dóttur síðasta sumar.
Cardi B eignaðist dóttur síðasta sumar. mbl.is/AFP

Rappkonan Cardi B eignaðist sitt fyrsta barn síðasta sumar með eiginmanni sínum, Offset, sem hún er nú hætt með. Stjarnan segir í viðtali við Harper's Bazaar að hún sé ekki með dóttur sína á brjósti það hafi verið of erfitt og að fyrstu mánuðir í lífi dóttur hennar séu í móðu fæðingarþunglyndis. 

Cardi B segist hafa haldið að hún myndi ekki upplifa fæðingarþunglyndi þegar læknarnir ræddu við hana eftir fæðingu enda leið henni mjög vel. „En eins og þruma úr heiðskíru lofti var öll þyngd heimsins á herðum mér.“

Stjarnan sem frestaði tónleikum í haust vegna þess að hún þurfti tíma með dóttur sinni fær hjálp frá móður sinni en hún treystir ekki utanaðkomandi fólki. Hún er ekki búin að ná sér að fullu eftir meðgönguna. 

„Mér finnst ég ekki vera enn komin með jafnvægið mitt. Þegar kemur að hælum er ég ekki góð í því að ganga á þeim. Mér finnst þyngd vera á mér. Ég veit ekki af hverju af því að ég er grennri en ég hef nokkurn tímann verið. En það er orka sem ég hef ekki fengið aftur sem ég var með áður en ég varð ólétt. Þetta er ótrúlega skrítið,“ sagði Cardi B í viðtalinu. 

Cardi B.
Cardi B. mbl.is/AFP
mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu