Tekur eitt skref í einu og treystir innsæinu

Steinunn Camilla ásamt Alexöndru Ellý.
Steinunn Camilla ásamt Alexöndru Ellý.

Stein­unn Camilla, umboðsmaður og móðir, seg­ir dótt­ur sína Al­exöndru Ellý vera skríðandi krafta­verk en hún á hana með Erl­ingi kær­asta sín­um. Fyrir áttu þau tvær loðnar ferfættar fósturdætur, þær Charlie og Beauty. Steinunn Camilla segir að það sé ekki til nein uppskrift að foreldrahlutverkinu.

Hvernig breytti móður­hlut­verkið þér?

„Ég er enn bara gamla góða ég en bara dýpri, betri og þakk­lát­ari út­gáfa,“ seg­ir Stein­unn Camilla um móður­hlut­verkið. 

Hef­ur þú þurft að skipu­leggja þig og for­gangsraða öðru­vísi eft­ir að þú varðst móðir?

„Já al­gjör­lega. Það að bera ábyrgð á sjálf­um sér al­mennt, sinni líðan og um­hverfi er ekki alltaf auðvelt og maður þarf að skipu­leggja sig sam­kvæmt því. En svo það, að bera líka ábyrgð á öðrum lif­andi ein­stak­lingi sem er full­kom­lega ósjálf­bjarga og treyst­ir á þig í einu og öllu, læt­ur þig sjá lífið í full­kom­lega nýju ljósi. Til­gang­ur, aðstæður og ástæður breyt­ast og að forgangsraða verður jafn mik­il­vægt og að anda. Hlut­ir fá sterk­ari og merki­legri merk­ingu, dýpk­ar þau hlut­verk sem við kjós­um að taka að okk­ur og sigt­ar út kjaftæðið.“

Hvað hefðir þú vilja vita áður en þú varst móðir?

„Þetta snýst allt um jafn­vægi. Það er svo er gríðarlega mikið magn af upp­lýs­ing­um alls staðar í dag, bæk­ur, blogg, nám­skeið og út um allt er verið að segja þér hvað þú átt að gera eða ekki gera. Hvernig þú átt að haga þér sem for­eldri og sem ein­stak­ling­ur al­mennt. Þetta má en ekki hitt og dóm­hark­an leyn­ist óþægi­lega ná­lægt yf­ir­borðinu sem skap­ar bara stress og streitu.

Málið er að þetta kem­ur allt í ljós og ekk­ert sem er sagt áður en þú verður for­eldri get­ur und­ir­búið þig í raun og veru. Þetta er svona „rite of passa­ge / have to be th­ere“-dæmi og fólk þarf að haga sín­um und­ir­bún­ingi og upp­lif­un al­gjör­lega eft­ir sjálf­um sér og finna sinn eig­in takt. Það er ekki til nein upp­skrift að þessu.“

Alexandra Ellý er krúttleg í Nylon-samfellu.
Alexandra Ellý er krúttleg í Nylon-samfellu.

Kom eitt­hvað á óvart við móður­hlut­verkið?

„Í raun allt og ekk­ert. Það er ekk­ert þessu líkt og all­ir upp­lifa það á ólík­an hátt og í raun kom það mér mest á óvart hvað þetta er allt eðli­legt á sama tíma og ég upp­lifði mig gjör­sam­lega varn­ar­lausa og vit­andi núll. Merki­leg blanda og gef­ur manni ákveðið æðru­leysi sem ég er mjög þakk­lát fyr­ir og hjálp­ar mér að kom­ast í gegn­um alla þá mis­mun­andi daga sem maður upp­lif­ir sem for­eldri og ýtir und­ir að ein­fald­lega njóta litlu dá­sam­legu augna­blikanna.“

Finn­ur þú fyr­ir pressu frá sam­fé­lags­miðlum að gera hlut­ina á ákveðinn hátt?

„Já og nei. Málið er í raun þannig, þó að það sé auðveld­ara að segja það en að gera, að ef þú finn­ur fyr­ir pressu, vertu meðvituð/​aður og lokaðu sím­an­um eða tölv­unni. Það á aldrei að vera nein pressa að vera ein­hver sér­stök týpa af for­eldri. Þetta er þín eig­in upp­lif­un og ef það er farið að hafa trufl­andi áhrif hvernig þú sérð aðra gera það og ef­inn er far­inn að hreiðra um sig þá þarf að fara end­ur­skoða stöðuna. Eng­inn á að segja þér hvernig þetta á að vera, þetta er ein­stak­lings­bundn­asta hlut­verk sem hægt er að kom­ast í.“

Nýtt­ir þú þér bumbu­hópa eða ertu í mömm­klúbbi?

„Ég var aldrei í neinu fæðing­ar­or­lofi þannig séð og ekki oft með sama frí­tíma og þær sem voru í or­lofi, til að njóta slíkra hópa út af minni vinnu. Hitti nokkr­ar dá­sam­leg­ar kon­ur sem voru með mér í sprikli áður en ég átti og auðvitað gott að tala við fólk í sömu stöðu á sama tíma og þú. En líka mik­il­vægt að tala við fólk sem er ekki komið þangað, á leiðinni eða komið lengra. Ég fékk og fæ enn góða blöndu af þessu öllu. Gott að fá fjöl­breytta yf­ir­sýn.“

Foreldrahlutverkið er einstaklingsbundnasta hlutverk sem hægt er að komast í …
Foreldrahlutverkið er einstaklingsbundnasta hlutverk sem hægt er að komast í að mati Steinunnar Camillu.

Hvernig var fæðing­in?

„Tryllt­asta sem ég hef upp­lifað og ein­stak­lega per­sónu­leg reynsla sem ég á með mín­um nán­ustu.“

Besta ráð sem þú átt handa ný­bökuðum eða verðandi mæðrum? 

„Of mikið af ráðum hjálp­ar ekki alltaf, held­ur flæk­ir stund­um hlut­ina að óþörfu, þannig allt er gott í hófi. Að sjálf­sögðu geta all­ir leitað sér upp­lýs­inga varðandi spurn­ing­ar sem brenna á manni en bara muna að gera ekki eitt­hvað bara því ein­hver ann­ar seg­ir það. Það á líka við um mig og það má al­veg hunsa allt þetta taut í mér. Ég vildi ein­fald­lega koma þessu svari frá mér sem slíku að vera ekki að gefa enn önn­ur ráðin held­ur bara minna okk­ur á að treysta okk­ur sjálf­um.

Syst­ir mín gaf mér í raun besta ráðið sem hef­ur verið rauði þráður­inn hjá mér í að halda lík­am­legri og and­legri heilsu í ágæt­isjafn­vægi. Ég væri til í að gefa það áfram, sem er ein­fald­lega, að hlusta ekki á öll þessi millj­ón ráð sem ein­hverj­ar regl­ur held­ur að treysta inn­sæ­inu og taka eitt skref í einu.“ 

mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu