Sonur Stefáns og Söru fæddist í sjúkrabíl

Sara Lind Guðbergsdóttir og Stefán Einar Stefánsson.
Sara Lind Guðbergsdóttir og Stefán Einar Stefánsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu, og eiginkona hans, Sara Lind, lögfræðingur í fjármálaráðuneytinu, eignuðust dreng í síðustu viku. Honum lá mikið á að koma í heiminn og fæddist á leiðinni. 

„Aðfaranótt þriðjudagsins kom þessi litli og heilbrigði drengur í heiminn. Svo mjög lá honum á að hann fæddist í sjúkrabíl mitt á milli kvennadeildar Landspítalans og hins nýja sjúkrahótels. Þar þurfti hvorki móðir né barn að beiðast vistar því fyrir hádegi á þriðjudag voru þau komin heim og eru þar enn í góðu yfirlæti. Skemmst er frá því að segja að hann er slíkur mjólkursvelgur að á fyrstu vikunni jók hann við fæðingarþyngd sína og verður þetta allt upp á við nú í framhaldinu. Móður heilsast einnig vel enda er hún ótrúlega seig! Tómas Björn er alsæll með nýjan bróður og segir okkur á hverjum degi að hann elski hann,“ segir Stefán Einar á Facebook-síðu sinni. 

Fyrir eiga hjónin soninn Tómas Björn sem er á þriðja ári. Barnavefur mbl.is óskar fjölskyldunni innilega til hamingju með nýjasta erfingjann. 

Nýfæddur Stefáns- og Sörusonur er kominn heim til sín eftir …
Nýfæddur Stefáns- og Sörusonur er kominn heim til sín eftir að hafa flýtt sér í heiminn. Ljósmynd/Úr einkasafni
mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu