Þórhildur og Hjalti eignuðust dreng

Þórhildur Þorkelsdóttir og Hjalti Harðarson.
Þórhildur Þorkelsdóttir og Hjalti Harðarson. mbl.is/Stella Andrea

Þórhildur Þorkelsdóttir fréttamaður á RÚV og Hjalti Harðarson starfsmaður Arion banka eignuðust dreng 1. febrúar. Móður og barni heilsast vel.

„Hamingjan heimsótti okkur föstudaginn 1. febrúar og færði okkur þennan hrausta og fallega dreng. Móðir og sonur gjörsigruðu allar þær áskoranir sem á vegi þeirra urðu og er ég endalaust þakklátur og stoltur fyrir vikið,“ sagði Hjalti á facebooksíðu sinni. 

Barnavefurinn á mbl.is óskar þeim hjartanlega til hamingju með soninn. 

mbl.is