Var barnið of ungt fyrir flugvél?

Andy Cohen var glaður á svip með son sinn á ...
Andy Cohen var glaður á svip með son sinn á mynd sem hann birti á Instagram. skjáskot/Instagram

Spjallþáttastjórnandinn Andy Cohen eignaðist sitt fyrsta barn fjórða febrúar þegar staðgöngumóðir fæddi son hans, Benjamin Allen Cohen. Cohen hefur verið duglegur að segja frá komu barnsins en þegar hann birti mynd af sér með soninn fjögurra daga gamlan í flugvél á Instagram létu nokkrir í sér heyra. 

USA Today greinir frá því að fjölmargir netnotendur hafi sagt skoðun sína á því að barnið væri allt of ungt til að fljúga og höfðu þeir meðal annars áhyggjur af eyrum litla drengsins og að loftþrýstingurinn gæti valdið bólgum. 

Cohen fékk einnig gagnrýni fyrir burðarpokann sem hann var með litla drenginn í. Ummælin hafa þó varla skemmt fyrir stjörnunni sem er að rifna úr stolti yfir sínu fyrsta barni. 

Mælt er með því að foreldrar ráðfæri sig við lækni áður en þeir fara í flug með kornabörn en Cohen flaug með einkaþotu. 

View this post on Instagram

Digging the #DadGear !!!

A post shared by Andy Cohen (@bravoandy) on Feb 8, 2019 at 6:57am PST

mbl.is