Þetta fékk Stormi eins árs á Valentínusardaginn

Stormi varð eins árs í síðustu viku og nú á ...
Stormi varð eins árs í síðustu viku og nú á Valentínusardaginn fékk hún rósahaf og kertaljós.

Þegar kemur að óvæntum uppákomum fyrir barnið sitt þá er Kylie Jenner örugglega sú sem fer alla leið alltaf. Hver man ekki eftir afmælisdegi Stormi í síðustu viku þar sem móðirin bjó til lúxus draumaveröldina fyrir barnið og fjölskylduna?

Í tilefni Valentínusardagsins fékk barnið rósahaf, kertaljós og hjarta að sjálfsögðu. 

Það verður engin smá vinna að halda í hefðirnar á komandi árum, og spurning hvort Stormi muni eiga möguleika að upplifa rómantísk augnablik með einni rós eftir þetta havarí á fyrstu árum sínum.

En það er nú örugglega ekki heldur markmið foreldra hennar með þessu uppeldi. Sem virðist í anda meira er meira-stefnunnar. 

View this post on Instagram

must be dreaming!! 🌹...

A post shared by Kylie (@kyliejenner) on Feb 14, 2019 at 10:32am PST

mbl.is