Harper er eins og Anna Wintour

Beckham er á því að dóttir hans sé með sömu ...
Beckham er á því að dóttir hans sé með sömu hárgreiðslu og Anna Wintour.

Harper, sjö ára dóttir tískuhönnuðarins Victoria Beckham og knattspyrnugoðsins David Beckham þykir líkjast tískuritstjóranum Anna Wintour. 

E-Online birti grein um þetta nýverið þar sem fjallað er um tískuvitund dótturinnar og hversu huggulegt hárið á henni er. Beckham birti mynd af þeim saman um helgina á tískusýningu Victoria Beckham. 

Anna Wintour er talin af mörgum ein valdamesta manneskjan í heimi tískunnar um þessar mundir. Hún hefur gegnt stöðu ritstjóra Vogue lengi, hún er einnig listrænn stjórnandi fjölmiðlaveldisins Condé Nast, sem gefur út 19 mismunandi tímarit.

Anna Wintour ritstjóri Vogue er ein valdamesta manneskjan í tískunni ...
Anna Wintour ritstjóri Vogue er ein valdamesta manneskjan í tískunni um þessar mundir. mbl.is/AFP

Wintour situr vanalega á fremsta bekk á þeim sýningum sem hún velur að sækja hverju sinni. Ef henni líkar fatnaðurinn sem hún sér þá á tískuhönnuðurinn greiðan aðgang í þau tískutímarit sem hún kemur að. 

Það er á hreinu að Harper hefur gaman af tísku líkt og Wintour - og hefur ekki langt að sækja þennan áhuga sinn ef marka má föður hennar og móður, sem bæði eru mjög smart. 

Victoria Beckham á tískusýningu nýerið þar sem hún sýndi haust- ...
Victoria Beckham á tískusýningu nýerið þar sem hún sýndi haust- og vetrarlínuna fyrir árið 2019. mbl.is/AFP
Victoria Beckham með dóttur sinni Harper sem er sjö ára ...
Victoria Beckham með dóttur sinni Harper sem er sjö ára og virðist elska tískuna eins og mamma hennar.
mbl.is