Þessi mun leysa Tripp Trapp af hólmi

Nomi-stóllinn fékk viðurkenningu sem besti barnastóll Noregs en hann hefur sópað til sín verðlaunum. Tripp Trapp-stóllinn er í öðru sæti enda mjög vinsæll stóll. Þessir tveir stólar eru hannaðir af sama manninum, iðnhönnuðinum Peter Opsvik, sem er norskur. Á ferli sínum hefur hann ekki bara hannað barnastóla heldur hafa stólar hans hlotið lof.  

Tripp Trapp-stóllinn er mest seldi barnastóll fyrr og síðar og er hann í harðri samkeppni við Nomi. Opsvik hannaði Tripp Trapp-stólinn fyrir dóttur sína árið 1972 en Nomi hannaði hann fyrir barnabarn sitt. Hann byggði hönnunina á áratugalangri reynslu, þekkingu og prófunum á Tripp Trapp með það í huga að hanna besta og öruggasta barnastól í heimi. Stóllinn þurfti bæði að vera smart og líka hafa mikið notagildi. 

Svo virðist sem ætlun hans hafi tekist því Nomi-stóllinn er dásamaður af öllum sem hann prófa og hefur stóllinn hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar.

Nomi-stólinn er hægt að nota strax frá fæðingu barns með sérstöku ungbarnasæti sem dugar til um það bil 6 mánaða aldurs. Því er síðan skipt út fyrir barnasæti þar til barnið er orðið nægilega stórt til að það þurfi ekki aukastuðning og geti klifrað í og úr stólnum án hjálpar. Nomi-stóllinn hentar án aukahluta fyrir barnið fram yfir unglingsárin.

Nomi hefur verið prófaður samkvæmt alþjóðlegum öryggisstöðlum og kemur best út af öllum öðrum barnastólum. Viðurinn í stólnum er samkvæmt alþjóðlegum FSC-stöðlum á meðan plasthlutarnir eru gerðir úr endurunnu plasti (polypropylene) án parabena og þala sem talin eru geta verið skaðleg ungum börnum.

Nomi hlaut virtu RED DOT-hönnunarverðlaunin árið 2014 í flokknum „Best of the best“. Niðurstöðu dómara má lesa hér að neðan, en síðan þá hefur stóllinn rakað inn alþjóðlegum verðlaunum fyrir framúrskarandi hönnun og öryggi. Bæði Tripp Trapp og Nomi fást í Epal og í versluninni Nine Kids. Tripp Trapp stólarnir fást í Fífu. 

Peter Opsvik hannaði stólinn Variable Balans sem var feykivinsæll hérlendis.
Peter Opsvik hannaði stólinn Variable Balans sem var feykivinsæll hérlendis.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert