Börnin mega alls ekki missa af þessu

Það verður líf og fjör í Borgarbókasafninu Sólheimum á laugardaginn kl. 13.00 þegar Leikhópurinn Miðnætti verður með leikrit fyrir börn. Þar verða sagðar sögur af spænska nautinu Ferdinand og hinni íslensku Búkollu. Í verkinu koma ýmis hljóðfæri við sögu, m.a. gítar, trompet og slagverk.

Sagan af Ferdinand er sögð í gegnum tónsmíð Alan Ridout fyrir fiðlu og sögumann/leikara. Þar fær fiðluleikarinn heldur betur að spreyta sig á flóknum spænskum rythmum og fingraleikfimi og leikarinn bregður sér í hlutverk hins huglausa Ferdinands sem vill ekki vera í nautaati, heldur bara lykta af fallegum blómum og leggja sig í sólinni.

Hin sagan er af nautinu sem pissaði á vatnið í sögunni um Búkollu, en það var enginn annar en Gufunesbolinn. Bolinn er ekki sáttur með þessa útgáfu af Búkollu sem allir þekkja og telur sig vera hina sönnu hetju í sögunni.

Í verkinu koma ýmis hljóðfæri við sögu, m.a. gítar, trompet og slagverk. 

Þið sem sáuð Þorra og Þuru verðið hrifin af þessu nýja leikriti Miðnættis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert