Börn eru miklu klárari en þú heldur

Börn eru fallegar sálir sem vilja passa upp á jörðina …
Börn eru fallegar sálir sem vilja passa upp á jörðina og dýrin. Þau hafa djúpa innri þekkingu sem foreldrar ættu að leggja sig fram um að kynnast. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Dr. Emma Farr Rawlings skrifar reglulega greinar á MindBodyGreen þar sem hún minnir foreldra á niðurstöður rannsókna sinna þegar kemur að börnum og barnauppeldi. Hún er með doktorsgráðu í hegðunarvísindum, meistaragráðu í klínískri sálfræði og réttindi til að starfa sem markþjálfi.

The Divine Child er bók sem hún tók sér góðan tíma til að skrifa og byggir á viðtölum við fjölmörg börn víðs vegar að í heiminum. Að hennar mati eru börnin okkar fædd með djúpstæða innri þekkingu. Þau virðast vita meira en við höldum.  

Hún segist sjálf ekki vera fullkomið foreldri en eftirfarandi hlutir eru góð áminning að hennar mati til allra foreldra.

1. Börn eru fædd með innri visku

„Ég er viss um að þú hefur tekið eftir þessu með barnið þitt, hvernig það getur hitt naglann á höfuðið þegar kemur að málefnum sem eru djúpstæð og flókin. Litla fólkið okkar hefur ótrúlega næmni þegar kemur að hlutum sem eru ekki eðlilegir. Þegar mamma og pabbi eru að rífast en vilja reyna að láta sem þau séu ekki að gera það. Ráð mín til allra foreldra er að vera meðvituð um þennan eiginleika barna. Spyrjið þau hvernig þeim líður með hlutina eða athugið hvað þau hafa að segja. Þótt þau séu ung vita þau hvað er að gerast í kringum þau.“

 2. Börn eru andleg

„Það sem mér þótti áhugavert þegar ég ræddi við börnin var hversu skapandi þau voru í hugsun um hvaðan þau komu og hvert þau væru að fara. Sem dæmi svöruðu mörg þeirra því til að þau hefðu verið í loftinu áður en þau komu í maga móður sinnar. Eins töluðu mörg þeirra um andlegt líf eftir tilvist sína á jörðinni. Ekki reyna að breyta hugmyndum barna þinna um tilvistina. Ef þú hlustar og reynir að skilja þá mun það auka tengsl ykkar á milli.“

3. Börn eru með tilgang

Svör barnanna voru misjöfn en það var ákveðinn sannleikur sem kom frá hverju barni sem ég talaði við, sannleikur um tilgang þeirra í lífinu. Hvort sem barnið vildi starfa við hjúkrun, læknir, lögga eða annað þá vissu mörg þeirra hvað þau ætluðu sér að verða þegar þau yrðu stór. Þau vissi hvað þau vildu gera með starfi sínu.“

4. Börn vilja vera góð

„Ef börnin voru spurð hvað þau myndu vilja gera ef þau gætu óskað sér svöruðu þau af djúpri þekkingu að þau vildu breyta heiminum. Stoppa stríð um víða veröld og ofbeldi og koma betur fram við jörðina til að hún yrði hreinni. Sum vildu vernda dýrin og passa upp á þau. Það kom mér á óvart hversu góð í eðli sínu börn eru. Þau vildu láta gott af sér leiða og eru með mjög góðar hugmyndir til þess. Ef þú efast um þetta skaltu spyrja barnið þitt.“

5. Börn eru með vitneskju um tilveru sína á fósturstigi

„Eftir því sem börnin voru yngri sem ég talaði við, þeim mun meira virtust þau muna eftir því þegar þau voru í maganum á móður sinni. Þegar ég spurði þau hvernig var að vera í maganum svöruðu mörg þeirra hlýtt, dimmt og einmanalegt. Sum sögðu að það hefði verið hlýtt og gott og að þau hefðu viljað vera þar áfram. Fyrir foreldra sem eiga von á barni getur verið gott að hafa þetta í huga. Að spila fyrir börnin í maganum tónlist, tala við þau og fleira í þeim dúrnum.

Þessir örfáu punktar munu ekki bjarga foreldrum frá öllum áskorunum tengdum uppeldi barna sinna. Hins vegar vona ég að þessir hlutir muni verða til þess að foreldrar hlusti betur á börnin sín og virði það sem þau hafa að segja. Ég varði mörgum árum í það að tala við börn og sá tími gaf mér djúpstæða virðingu fyrir þessu litla vitra mannfólki sem er allt í kringum okkur. Ég vona að allir foreldrar gefi sér rými til að tala við börnin og upplifa svipaða tilfinningu.“

Ef þú spyrð barn hvaðan það kom áður en það …
Ef þú spyrð barn hvaðan það kom áður en það var í maganum á móður sinni svara mörg þeirra til að þau hafi verið í loftinu. Ljósmynd/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert