Gleymdi barninu á flugvelli

Móðir áttaði sig á því að hún hefði gleymt barninu …
Móðir áttaði sig á því að hún hefði gleymt barninu sínu á flugvellinum í Jeddah þegar farþegaþotan sem hún var í var komin í loftið. mbl.is/AFP

Farþegaþota á leið frá Jeddah í Sádi-Arabíu þurfti að snúa við eftir að hafa tekið á loft um helgina þar sem móðir í flugvélinni áttaði sig á því að hún hafði gleymt barninu sínu á flugvellinum. Þetta kemur fram á vefmiðli Newsweek. Flugvélin var eins og áður sagði á leið frá Jeddah til Kuala Lumpur í Malasíu. 

Myndband náðist af samtali flugstjóra við flugumferðarstjórn á flugvellinum.

„Guð veri með okkur, getum við snúið við? Flugvélin óskar eftir því að fá að lenda aftur, farþegi í vélinni gleymdi barninu sínu í biðsal flugvallarins, aumingjans konan.“

Starfsmaður í flugumferðarstjórn biður flugmanninn að endurtaka söguna. 

„Ég sagði það áðan, móðir gleymdi barni sínu og neitar að halda áfram í fluginu.“ 

„Ok snúið við vélinni. Þetta er algjörlega nýtt fyrir okkur,“ heyrist í starfsmanni flugumferðarstjórnar á flugvellinum. 

Viðbrögð almennings létu ekki á sér standa í kjölfar atburðarins. Þar sem margir hrósuðu flugmönnunum fyrir manngæsku í aðstæðunum á meðan aðrir gagnrýndu gleymsku móðurinnar. 

Engar fréttir hafa fylgt í kjölfarið um móðurina og barnið, en svo virðist sem þau hafi náð saman aftur.   

Svipaðar aðstæður hafa komið upp áður. Í október árið 2018 sem dæmi gleymdu þýsk hjón fimm ára dóttur sinni á flugvelli í Suður-Stuttgart. Lögreglan fann dótturina á ráfi um flugvöllinn þar sem ekki var ljóst hversu lengi barnið hafði verið týnt. Foreldrarnir útskýrðu það þannig að þau hafi farið af flugvellinum hvort í sínum bílnum og móðirin taldi dótturina með föðurnum í bíl og öfugt. 

mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu