„Fæðing er aldrei lítið mál“

Amal, og eiginmaður hennar George Clooney, eiga tvíburana Alexander og ...
Amal, og eiginmaður hennar George Clooney, eiga tvíburana Alexander og Ellu. mbl.is/AFP

Ein áhugaverðasta fjölskyldan um þessar mundir er mannréttindalögmaðurinn Amal Clooney og eiginmaður hennar leikarinn George Clooney. Það sem vekur áhuga almennings er sú staðreynd að Amal Clooney leggur áherslu á að starfa áfram við atvinnu sína, þrátt fyrir að vera gift einum þekktasta leikara í heimi og eiga tvö ung börn. George Clooney hefur að sögn föður síns, Nick Clooney, þroskast mikið frá því hann varð faðir. 

Parið eignaðist Ellu og Alexander í júní árið 2017. 

Bariaa Miknass móðir Amal Clooney og Nick Clooney faðir George Clooney eru bæði blaðamenn sem hafa gert málefnum er varða stríð og ófrið í heiminum góð skil. Þetta er það sem er talið sameina fjölskyldurnar tvær; sameiginlegur áhugi þeirra á mannúðarmálum.

Nick Clooney sló í gegn stuttu eftir fæðingu Ellu og Alexanders, þegar hann tjáði sig um hversu falleg öll börn væru, að barnabörnin hans væru falleg eins og önnur börn sem fæðast inn í þennan heim. Þegar hann var spurður um hvernig fæðingin hefði gengið fyrir sig svaraði hann því til snöggur upp á lagið að hann hefði gefið loforð þess efnis að tala aldrei léttvæglega um fæðingu barna. Að allar fæðingar reyni á.

Með þessu sýndi hann móðurhlutverkinu og tengdardóttur sinni mikla virðingu að mati fólks.

George Clooney er einstaklega náinn föður sínum Nick Clooney. Sá ...
George Clooney er einstaklega náinn föður sínum Nick Clooney. Sá síðarnefndi er blaðamaður og fréttaritari og þykir ákaflega réttsýnn maður. PIERRE TEYSSOT
mbl.is