Fjögurra ára bálskotinn í Taylor Swift

Sonur Aliciu Keys tók ekki augun af Taylor Swift.
Sonur Aliciu Keys tók ekki augun af Taylor Swift.

Söngkonan Alicia Keys mætti með fjölskyldu sína á iHeart tónlistarverðlaunin á fimmtudag. Við hliðina á fjölskyldu Keys á fremsta bekk sat Taylor Swift. Fjögurra ára sonur Keys tók ekki augun af Swift á meðan hann sat í fangi föður síns Swizz Beatz. 

Hrifning hins fjögurra ára Genesis fór ekki fram hjá móður hans og þegar hún fór upp á svið til þess að taka á móti verðlaunum nýtti hún tækifærið og gerði góðlátlegt grín að syni sínum. „Genesis sonur minn er mögulega að reyna að fara með Taylor á stefnumót seinna í kvöld.“ 

Hrifningin leyndi sér ekki og hvort sem Keys sat hjá syni sínum ekki var athyglin öll á söngkonunni Taylor Swift. 

Alicia Keys á IHeartRadio-verðlaununum.
Alicia Keys á IHeartRadio-verðlaununum. mbl.is/AFP
Taylor Swift heillaði son Aliciu Keys.
Taylor Swift heillaði son Aliciu Keys. mbl.is/AFP
mbl.is