Var þessi mynd tekin árið 2019?

Twitter logaði fyrr í mánuðinum vegna myndbirtingar Medical Shots af ...
Twitter logaði fyrr í mánuðinum vegna myndbirtingar Medical Shots af tveimur börnum á spítala.

Á síðu Medical Shots á Twitter má vanalega finna áhugaverðar myndir af blóðugum líffærum, slösuðum fingrum eða öðru sem heilbrigðisstarfsmenn fást við daglega. Á dögunum birtist hins vegar krúttleg mynd af tveimur börnum á spítala, þar sem annað þeirra var klætt hjúkrunarnemabúningi og hitt sem læknanemi. 

Þegar Medical Shots birti umrædda mynd fór að bera á titringi víða í netsamfélaginu. Fólk spurði: Er árið raunverulega 2019? 

Romper er áhugaverð síða fyrir aldamótakynslóðina með fréttum sem eiga erindi til foreldra. Romper dregur ekki úr gildi myndarinnar og segir í greininni að ef við ætlum að bjóða upp á jöfn tækifæri fyrir börnin okkar í dag verðum við að vera meðvituð um hvernig skilaboð við setjum út í veröldina.Bara það sem stendur aftan á þessum búningi barna okkar gerir ráð fyrir því að stúlkan muni vinna jafn hart og drengurinn en fá einvörðungu þriðjung af hans launum miðað við laun þessara starfsstétta í Bandaríkjunum í dag.  

mbl.is