Ekki einfalt að ala upp dætur í Hvíta húsinu

Michelle Obama á tvær dætur með Barack Obama.
Michelle Obama á tvær dætur með Barack Obama. mbl.is/AFP

Það var ekki einfalt að ala upp börn í Hvíta húsinu fyrir Michelle og Barack Obama. Þau liðu kannski engan skort en dæturnar voru ekki alltaf sáttar við öryggisgæsluna sem fylgdi því að vera dætur forseta Bandaríkjanna eins og fyrrverandi forsetafrúin greindi frá í hlaðvarpsþætti Conan O'Brian er kemur fram á E!

Obama-hjónin eiga þær Maliu sem er tvítug og Söshu sem er 17 ára en þær voru ekki nema 11 og sjö ára þegar faðir þeirra tók við sem forseti. 

Michelle segir þau hafa sinnt foreldrahlutverkinu með því að reyna að skapa eðlilegt ástand í mjög skrítnum heimi. „Þið eruð með menn með byssur en hey þið vitið, þið eruð öruggar, ekki kvarta, þið fáið mat, svo ekki kvarta,“ segir Michelle hafa sagt við dætur sínar. Þau reyndu að gera það sem venjulegir foreldrar gera eins og að mæta á foreldrafundi.

Michelle sagði það mjög mikilvægt fyrir þau að leyfa þeim að gista hjá vinum og leyfa vinum að gista hjá þeim. Hún segir krakka hafa gist í Hvíta húsinu en dæturnar héldu þó að vinir þeirra vildu ekki koma og gista í Hvíta húsinu. Þó að Michelle hafi reynt að telja dætrum sínum trú um að vinir þeirra vildu gista í Hvíta húsinu horfðu þær þannig á málið að þær voru alltaf heima hjá sér og vildu fara eitthvað annað. 

Barack Obama ásamt Söshu og Maliu árið 2012.
Barack Obama ásamt Söshu og Maliu árið 2012. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert