Fæddi sex börn á níu mínútum

Kona í Bandaríkjunum fæddi fjóra stráka og tvær stelpur.
Kona í Bandaríkjunum fæddi fjóra stráka og tvær stelpur. ljósmynd/pxhere.com

Kona í Houston í Texas fæddi sexbura á dögunum en sexburafæðingar eru afar sjaldgæfar og líkurnar nánast stjarnfræðilega litlar. Greint er frá fæðingunni á Facebook-síðu spítalans.

Hin bandaríska Thelma Chiaka fæddi fjóra syni og tvær dætur á innan við tíu mínútum. Börnin voru um þúsund grömm og fóru í aðhlynningu á spítalanum eftir að þau komu í heiminn eins og New York Post greinir frá. 

mbl.is