Hættulegir burðarpokar innkallaðir

Fífa hefur innkallað þessa poka.
Fífa hefur innkallað þessa poka.

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Fífu barnavöruverslun um innköllun á barnaburðarpokum frá Mini monkey. Um er að ræða tvær tegundir, Sling Unlimited 4 in 1 og Sling unlimited 7 in 1. Barnaburðarpokarnir geta verið hættulegir þar sem þeir geta rifnað. 

Prófun á Sling Unlimited 4 in 1 leiddi einnig í ljós að samkvæmt merkingum var burðarpokinn ætlaður mjög ungum börnum, en börn undir fjögurra mánaða verða að vera í burðarpoka sem er sérstaklega útbúinn með stuðning fyrir höfuð þeirra. 

Neytendastofa hvetur þá sem eiga umrædda barnaburðarpoka til að hætta notkun þeirra strax þar sem hætta er á að festingar haldi ekki og barnið getur dottið úr pokanum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert