Eftir fjórar stelpur vill konan enn strák

Kobe Bryant og Vanessa Laine Bryant.
Kobe Bryant og Vanessa Laine Bryant. mbl.is/AFP

Kobe Bryant og eiginkona hans, Vanessa Laine Bryant, eiga von á fjórðu stelpunni. Körfuboltakappinn fyrrverandi segist vera sáttur með að eiga bara stelpur en segir eiginkonu sína mögulega ekki eins sátta. 

„Ég held að hana langi meira í strák en mig. Ég elska að eiga stelpur,“ sagði körfuboltastjarnan í viðtali við Extra í vikunni. Segir hann þau vera spennt fyrir komu barnsins en sagði þó konu sína vilja strák sem yrði alltaf mömmustrákur.

„Sjáum til, sjáum til hvort ég standi mig,“ sagði Bryant og því ekki ólíklegt að hjónin reyni einu sinni enn eftir að fjórða stelpan kemur í heiminn.

Elsta dóttir þeirra er fædd árið 2003, sú næstelsta árið 2006. Yngsta dóttir þeirra kom svo í heiminn fyrir rúmum tveimur árum og er von á þeirri fjórðu fljótlega. 

 

Kobe Bryant og Vanessa Laine Bryant eiga von á fjórðu ...
Kobe Bryant og Vanessa Laine Bryant eiga von á fjórðu stelpunni. mbl.is/AFP
mbl.is