Eignuðust börn eftir fertugt

Margar konur hafa eignast börn eftir fertugt.
Margar konur hafa eignast börn eftir fertugt. Samsett mynd

Stundum er tölunni 40 slengt fram þegar talað er um að konur séu hættar að geta átt börn. Á úttekt Harper's Bazaar má sjá að fjölmargar frægar mæður hafa eignast börn eftir fertugt og sumar meira að segja sín fyrstu börn eftir fertugt. Misjafnt er hversu opinskátt þær hafa rætt um hvort þær hafi fengið hjálp eða ekki. 

Halle Berry

Óskarsverðlaunaleikkonan eignaðist sitt fyrsta barn 41 árs. Hún var þó ekki hætt að eiga börn en hún eignaðist yngra barn sitt þegar hún var 47 ára. Hún viðurkenndi í þætti Ellenar DeGeneres að óléttan hefði komið á óvart enda hélt hún að hún væri að byrja á breytingaskeiðinu. 

Halle Berry.
Halle Berry. mbl.is/AFP

Susan Sarandon

Læknir hafði sagt Sarandon að hún væri með legslímuflakk og gæti ekki eignast börn. Hún eignaðist þó dóttur þegar hún var 36 ára. Nokkrum árum seinna eða þegar hún var 42 ára og 45 ára eignaðist hún syni. 

Susan Sarandon.
Susan Sarandon. mbl.is/AFP

Nicole Kidman

Leikkonan hefur talað opinberlega um vandamálin sem hún og Tom Cruise gengu í gegnum þegar kom að barneignum. Þau ættleiddu tvö börn eftir utanlegsfóstur en þau misstu einnig fóstur. Hún eignaðist þó líffræðilega dóttur með Keith Urban þegar hún var 41 árs og þremur árum seinna kom yngsta dóttir þeirra í heiminn. 

Nicole Kidman.
Nicole Kidman. mbl.is/AFP

Salma Hayek 

Hayek á eitt barn sem hún eignaðist þegar hún var 41 árs. Hayek viðurkenndi að hún hélt að hún þyrfti hjálp til þess að verða ólétt en svo var ekki. 

Salma Hayek.
Salma Hayek. mbl.is/AFP

Celine Dion

Dion átti í erfiðleikum með að eignast börn með eiginmanni sínum, René Angelil. Sonur þeirra René Charles kom í heiminn þegar Dion var nýskriðin yfir þrítugt með hjálp læknavísinda. Þau fengu svo aftur töluverða hjálp frá læknum þegar tvíburarnir Eddy og Nelson komu í heiminn þegar Dion var 42 ára. 

Celine Dion.
Celine Dion. mbl.is/AFP

Eva Mendes

Leikkonan eignaðist sitt fyrsta barn með Ryan Gosling þegar hún var fertugt. Tveimur árum seinna kom annað barn þeirra í heiminn. 

Eva Mendes og Ryan Gosling.
Eva Mendes og Ryan Gosling. mbl.is/AFP

Kim Basinger

Leikkonan eignaðist dótturina Ireland Baldwin með Alec Baldwin þegar hún var fertug. 

Kim Basinger.
Kim Basinger. mbl.is/AFP

Iman

Fyrirsætan og David Bowie eignuðust dóttur þegar Iman var 45 ára. Iman hafði áður eignast barn á þrítugsaldrinum. Þau höfðu farið í margar tæknifrjóvganir en ekkert gekk. Þegar þau voru að hugsa um ættleiðingu varð hún allt í einu ólétt og lýsir barninu sem kraftaverki.  

Iman og David Bowie eignuðust kraftaverkabarn. .
Iman og David Bowie eignuðust kraftaverkabarn. . mbl.is/AFP

Janet Jackson 

Söngkonan eignaðist sitt fyrsta barn árið 2016 þá fimmtug. Jackson hefur ekki greint frá því hvernig ferlið var en eitt er víst að hún varð ólétt og fæddi son. 

Janet Jackson er hamingjusöm í móðurhlutverkinu.
Janet Jackson er hamingjusöm í móðurhlutverkinu. mbl.is/AFP

Geena Davis

Óskarsverðlaunaleikkonan eignaðist öll sín þrjú börn eftir fertugt. Hún eignaðist dóttur þegar hún var 46 ára og tvíburasyni tveimur árum seinna. 

Geena Davis.
Geena Davis. mbl.is/AFP
mbl.is