Ómótstæðilegar makrónur í ferminguna

Ástríður Viðarsdóttir.
Ástríður Viðarsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Ástríður Viðarsdóttir viðskiptastjóri hjá Árnasonum er snillingur í eldhúsinu. Hún er ástríðukokkur og bakari og deilir með lesendum uppskrift að dýrlegum makrónum. 

Ástríður hefur alltaf haft gaman af því að baka. Síðasta sumar var hún sjálf með stóra veislu og langaði að bjóða upp á makrónur. „Ég hafði fengið þær svo góðar og fallegar hjá frænku minni Söru Dögg Gylfadóttur og langaði þess vegna að bjóða upp á þær hjá mér.“

Hvernig tengdist þú frænku þinni í gegnum þetta ferli?

„Það var eiginlega þannig að ég sendi Söru Dögg frænku minni svona ca. 20 skilaboð á dag þegar ég var að hefja ferlið, til að fá aðstoð sem hún veitti með glöðu geði. Í kjölfarið urðum við svo góðar vinkonur sem deilum sameiginlegum áhuga á bakstri og fórum meðal annars á kökuskreytinganámskeið sem var mjög skemmtilegt.“

Bakarðu mikið að jafnaði?

„Já, og var ung þegar áhuginn kviknaði. Mér finnst fátt skemmtilegra en að baka brauð og kökur. Enda alin upp af móður sem er ákaflega flink að baka og elda góðan mat.“

Hvaða ráð viltu gefa þeim sem halda fermingarveislu á þessu ári tengt makrónum? „Láta vaða, vera þolinmóður, hafa gaman af og ekki telja þér trú um að þú getir þetta ekki. Þetta er vissulega nákvæmnisverk og tekur smátíma en er vel þess virði. Makrónur eru dyntóttar og baksturinn heppnast ekki alltaf, af óútskýranlegum ástæðum og þegar það gerist er ekkert annað í stöðunni en að byrja aftur með bros á vör. Svo er líka sniðugt að horfa á myndbönd á Youtube til að sjá aðferðina.“

Ertu með góða uppskrift sem þú getur deilt með lesendum?

„Þessi uppskrift hefur reynst mér best í makrónubakstrinum en svo fer eftir smekk hvers og eins hvaða krem er sett á milli. Set hér inn uppskrift að sérdeilis góðu saltkaramellukremi. Eins bý ég til lemon curd-, hindberja-, súkkulaði ganache- og pistasíukrem.

Hvað er góð veisla í þínum huga?

„Það skilar sér út í andrúmsloftið þegar nostrað hefur verið hlutina og ekki er allt á síðustu stundu. Nauðsynlegt er að hafa gott skipulag, vera búin að taka til og hafa allt hreint og fínt. Kveikt á kertum með blóm í vasa og ég hika ekki við að nota gerviblóm því úrvalið af þeim er orðið mikið og þau eru mjög eðlileg og falleg. Síðast en ekki síst að taka glaðlega á móti gestunum – með varalitinn á.“

Ertu mikið að elda og

bralla í eldhúsinu?

„Já, ég hef mjög gaman af því að bjóða í mat, hafa fólk í kringum mig og líf í húsinu.“

Hvað skiptir þig

mestu máli í lífinu?

„Dætur mínar og eiginmaður og þeir sem næst mér standa. Það þarf að vanda sig við að lifa lífinu og leggja sig allan fram. Gefa af sér og muna að maður uppsker eins og maður sáir. Að kunna að meta það sem maður hefur og þakka fyrir það á degi hverjum.“

Ástríður ásamt móður sinni.
Ástríður ásamt móður sinni. mbl.is/Árni Sæberg
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »