Stórundarlegar langanir óléttra kvenna

Óléttar konur þrá stundum hreinsiefni.
Óléttar konur þrá stundum hreinsiefni. mbl.is/Thinkstockphotos

Konur í Bretlandi deildu nýlega afar óvenjulegum löngunum sem þær hafa fundið fyrir á meðgöngu eins og Mirror greinir frá. Stundum tala konur um að fá mikla löngun í ákveðinn mat á meðgöngu en þær geta líka fengið löngun til þess að þefa af ákveðnum hlutum og jafnvel smakka eitthvað sem ætti alls ekki að borða. 

Ein kona sagðist hafa fengið mikla löngun til þess að þefa af hreingerningavörum. Hún var ekki sú eina með þá löngun þar sem önnur sagðist helst hafa viljað drekka mýkingarefni, uppþvottalög og önnur hreinsiefni. Enn ein elskaði lyktina af klósetthreinsi með sítrónulykt. 

Ein kona viðurkenndi að hafa langað til að borða baðsvamp sem búinn væri að sjúga í sig baðfroðuefni. 

„Blöðrur! Ég byrjaði að fá löngun í þær áður en ég vissi að ég var ólétt. Ég borðaði þær aldrei. Þetta var það sem fékk mig til að taka próf,“ sagði ein um undarlega löngun sem hún fann fyrir.  

Önnur kona sagðist hafa elskað lyktina sem er að finna í ódýrum skóbúðum. „Ég fór inn í skóbúðina á hverjum degi í hádeginu og lét sem ég væri að skoða skó en ég var bara þarna til að þefa.“

Ekki nóg með hreinsiefnin þá sögðust konur einnig hafa verið æstar í að sleikja grjót og smakka sement. 

Óléttar konur fá stundum óstjórnlegar langanir í undarlega hluti.
Óléttar konur fá stundum óstjórnlegar langanir í undarlega hluti. ljósmynd/pexels.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert