Aldamótakynslóðin opnari foreldrar?

Aldamótakynslóðin er að ala börnin sín öðruvísi upp en aðrar …
Aldamótakynslóðin er að ala börnin sín öðruvísi upp en aðrar kynslóðir. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Aldamótakynslóðin (fólk sem er fætt á níunda og tíunda áratugnum) heldur áfram að vekja áhuga fólks fyrir hlutina sem hún gerir öðruvísi en fyrri kynslóðir. Þeir sem tilheyra þessari kynslóð hafa löngum fengið á sig stimpilinn að vera sjálfhverfir, opnir og öðruvísi. 

Þessi kynslóð stendur heldur betur undir nafni þegar kemur að barnauppeldinu. Í raun sýna rannsóknir að þau eru að gera hlutina öðruvísi. Það sem vekur aðdáun og undrun er sú staðreynd að þegar kemur að foreldrahlutverkinu eru þau minna sálfhverf og leggja meiri áherslu á velferð barna sinna en fyrri kynslóðir. 

Motherly fjallar um fimm atriði sem aldamótakynslóðin gerir öðruvísi en fyrri kynslóðir. Til að átta sig á umfangi og stærð þessarar kynslóðar segja bandarískar staðtölur að aldamótakynslóðin sé að eignast 81% af börnum sem fæðast í dag. 

1. Eru opin fyrir möguleikum

Aldamótakynslóðin er víðsýn og viðurkennir að það er engin ein leið betri en önnur til að ala upp börn. Þau eru dugleg að skoða nýjar áherslur og innleiða þær í sínar fjölskyldur sem þau setja saman eftir bestu getu en ekki eins og kynslóðirnar sem á undan þeim komu. 

2. Eru heiðarlegri á samfélagsmiðlum

Á meðan fyrri kynslóðir deila afrekum sínum á samfélagsmiðlum er aldamótakynslóðin að deila hlutunum eins og þeir eru. Að gefa ráð og biðja um ráð á móti. 

Aldamótakynslóðin deilir meira myndum af börnum sínum á samfélagsmiðla en aðrar kynslóðir, á móti kemur að þau eru oftar með lokaða reikninga á samfélagsmiðlum.

3. Eru teymi

Aldamótakynslóðin leggur minni áherslu á hefðbundin kynjahlutverk en fyrri kynslóðir. Þau fagna breytingum og eru til í öðruvísi fjölskyldur. Hefðbundin kvenna- og karlaverk á heimilinu eru á undanhaldi. Fjölskyldan er meira hópur sem vinnur saman í hlutunum heldur en einn aðili sem sér um allt. Helmingur þessarar kynslóðar samkvæmt rannsóknum í Bandaríkjunum velur leikföng sem búin eru til fyrir bæði kynin. 

Þau eru ekki eins upptekin af hjónaböndum og fyrri kynslóðir en eru meira fókuseruð á að vera heima hjá börnunum, þá bæði faðir og móðir sem skipta því á milli sín.

4. Eru til í að læra af reynslunni

Aldamótakynslóðin er minna líkleg til að vera þyrluforeldrar, sem eru stöðugt að vakta börnin sín. Þau eru meira fyrir andlega íhugun, traust og það að skoða hvernig hlutirnir ganga, endurskoða, prófa og setja inn í uppeldið nýsköpun. 

Þau leggja áherslu á að börnin fái svigrúm til að leika sér óháð tíma og vilja gefa þeim svigrúm til að læra af reynslunni og ná tökum á eigin tilfinningum. 

Þessi kynslóð er opnari fyrir áliti barna sinna. Það ríkir meira lýðræði á heimili aldamótakynslóðarinnar. Hún kennir börnum sínum samkennd og að hlusta á aðra svo dæmi séu tekin. 

5. Eru með manneskjulegri nálgun

Þessi kynslóð er líklegri til að segja hvernig hlutirnir eru í raun og veru og nota samfélagsmiðla til þess. Þetta gerir það að verkum að hún er opnari fyrir því hvað það felur í sér að vera manneskja í þessu lífi. Að viðurkenna mistök, læra af þeim og halda síðan áfram er hluti af lífsstíl foreldra þessarar kynslóðar. 

Einstaklingshyggjan skiptir þessa kynslóð máli og endurspeglast það meðal annars í nöfnunum sem hún velur á börnin sín. 

Þau eru opnari fyrir ólíkum menningarheimum og leggja meiri áherslu á innri tilfinningalega vellíðan en kynslóðirnar á undan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert